M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2011 September

17.09.2011 13:30

Myndir af félagsmönnum!

Það vantar ennþá myndir af 50 Drullusokkum í félagatalið, endilega sendið inn myndir af ykkur svo koma megi félagatalinu í skemmtilegra horf ekki síst fyrir alla þá mörgu sem skoða síðuna okkar á hverjum degi...Koma svo Drullusokkar

Þessi er margoft búinn að senda mynd af sér en ekki hjólinu sínu

16.09.2011 17:31

Hugsað til framtíðar




í bíðuni um daginn hitti ég heiðursmannin Jón Bergvinsson á rafmagnshjóli sínu og sá ég að hjólið var allt í ösku eftir norðanhvellinn um daginn, ég tók gripinn og þvoði hann (rafstólinn ) Að því loknu bauð Jón mér að taka í gripinn og þáði ég það af sjáfsögðu.



Það varð að þrífa græjuna hátt og lágt



Hann fer kvikindinu bara vel og þægilegur er hann fyrir botninn, svo var bara að prufa Powerið í græjuni.



Og viti menn stóllinn rauk bara upp á afturhjólin og átti ég fullt í fangi með að hemja orkuna í gripnum svo öflugur var hann. Ekki þori ég að stilla upp við stólinn þótt ég hafi unnið Nortonin og drullumallaran hér um árið enda rafstóllinn mun öflugri en þessir gripir sem ég taldi upp hér að framan

14.09.2011 21:28

Kawasaki W800 2011

Viggi #124 sendi okkur mynd af nýju hjóli frá Kawasaki, já Daddi loksins e-ð fyrir þig..... Hjólið var reyndar framleitt 1999-2007 með 650cc mótor ,en kom núna 2011 með 800cc mótor. Það sem er athyglisvert við þetta hjól er að fljótt á litið er það eins og gamalt breskt hjól, fyrirmyndin er til Triumph Bonneville. Það hefur gamla lúkkið með nýrri tækni, hjólið er áræðanlegt og nokkuð kraftmikið af svona hjóli að vera. 773cc loftkæld vél með beinni innspýtingu sem falin er inní (gervi) blöndungum sem að eru eingöngu hafðir uppá útlitið, hjólið er 5 gíra og með 1 bremsudisk að framan og bremsuskál að aftan, og vigtar 216kg.
Það sem mótorhjólablaðamenn setja helst útá er að það vantar kick-start sveifina en þeir eru ánægðastir með hugmyndina að setja hjól á markað með útlit gömlu hjólanna og áræðanleika nýju hjólanna.

Kawasaki W800

14.09.2011 12:36

Meira frá Færeyjarferð 2011

Við fengum fleiri myndir frá Færeyjarferð Drullusokka sem farin var núna síðastliðið sumar,Guðni Ingvar á þessar myndir og eru þær margar alveg þræl fínar þó svo að Guðni sé fæddur árið 1961.
Ég set inn nokkrar myndir hér fyrir neðan og restin í þetta albúm.
Takk fyrir myndirnar Guðni

Á leiðinni austur á Seyðisfjörð



Peyjarnir að dúlla í stóra Daxinum

Huginn

Takið eftir göngunum í miðju fjallinu.

12.09.2011 22:56

HONDA CBR1000RR Fireblade 2012

Fyrir þremur vikum síðan láku myndir á netið af Fireblade 2012. Hjólið hefur nánast verið eins síðan 2008 og er því kominn tími á breytingar, einnig verða 20 ár 2012 frá því að Honda kom fyrst með Fireblade á markað. Hjólið virðist vera byggt upp eins og 2011 hjólið, sama stell, púst, mótorinn lítur eins út, en hlífarnar hafa breyst, felgurnar verða úr léttmálmi og verða tólf bita í stað þriggja, mælaborðið svipar til mælaborðsins úr MotoGp hjólunum, fjöðrunin er öðruvísi, það eru allskonar sögusagnir um traction control, meiri kraft, nýja kynslóð af abs bremsukerfi og fleira og fleira, en Honda ætlar ekki að gefa neitt meira út fyrr en í nóvember, það verður því gaman að fylgjast með hvernig endanlega útfærslan af 2012 blade-inu mun verða útbúin.



Fleiri myndir hér...

11.09.2011 20:00

Enn bætist í CB 750 hópinn


Gauji Engilberts er búin að vera duglegur að flytja inn 750 Hondur frá Ameríku og nú nýverið bætti hann enn einni við svo nú eru þær orðnar 5 bara hér í eyjum. Ég og Hjalti fórum og skoðuðum gripinn í gærkvöldi og smelltum nokkrum myndum af nýjustu Honduni hans Gauja.



Hjólið er framleitt árið 1974 og er bara bísna gott þótt klappa megi því töluvert




Hér er Hjalti gamli að skoða græjuna.







Ég hitti Gylfa Úraníusson í dag og barst Hondan hans Gauja í tal og sagði hann með bros á vör þetta er bara að verða almeninnings græjur hér í eyjum. En ég segi bara eins og Gunni frændi á Stokkseyri það verður bara að stoppa frekari innflutning svo þetta verði ekki bara eins og Toyota Yaris á öðru hverju götuhorni þótt góðar séu það er að segja Hondurnar.

10.09.2011 19:45

Norton-inn hans Gylfa #14


Gylfi Úr kíkir öðru hverju í kaffi í Braggann og höfum við þræl gaman af því að fá hann í spjall, hann kíkti einmitt í dag og lýsti yfir óánægju sinni yfir skorti á breta-spjalli hér á síðunni, og afhenti mér svo í framhaldinu myndir frá því hann skveraði Nortoninn sinn.
Hjólið er af gerðinni Norton Commando 750 árg. 1972, Þessi hjól voru framleidd frá 1967-72 áður en það varð 850 árið 1973. Mótorhjólatímaritið MCN í Bretlandi valdi hjólið hjól ársins frá 1968-1972.
Gylfi eignaðist hjólið 1992, þá var það í ansi döpru ástandi, nýinnflutt frá Canada þar sem einhver plebbi hafði reynt að breyta því í hippa, með lengdum framgaffli, mini aparólu,  andstyggilegu sæti og fleira í þeim dúr. Gylfi gerði lítið í hjólinu fyrsta árið, en árið 1993 var allt sett á fullt og kepptust þeir félagar Gylfi og Biggi Jóns um hvor myndi klára að gera sinn Norton upp (Biggi var þá að skvera 850 Nortoninn sem að hann á enn í dag). Gylfi kláraði Nortoninn svo árið 1994, var snöggur að því miðað við að hann réri stíft á Frá VE á sama tímabili. Hjólið var/ og er enn þann dag í dag hið glæsilegasta eins og allt handbragð sem Gylfi hefur komið nálægt.

Svona var það þegar að Canada-plebbinn var búinn choppa það

Hér er það nýskverað eftir Gylfa,,,, glæsilegt


Mótorinn fyrir skver.

og hér er ein eftir.

Gylfi kom einnig með myndir af Honda VFR 700 árg. 1986 sem að hann átti (já Gylfi hefur átt HONDA) Gummi #73 átti það einnig seinna, eins hjól og þau hjónin eiga í dag, þessi VFR er í Danmörku í dag.


09.09.2011 22:01

VFR 700 1987



Meira fyrir og eftir

Gummi og María eiga þennan VFR, Þau fengu hjólið frekar sjúskað, fyrir nokkrum árum en Gummi hefur eitt nokkrum klst. í það til að gera það fínt. Hjólið er hið glæsilegasta í dag þó svo að karlinn eigi eftir að fullklára það.

Hér er hjólið fyrir skver.

Byrjað að rífa

Svona lítur hjólið út í dag.

Hér eru fleiri myndir af VFR-inum

09.09.2011 15:41

Vmax fyrir og eftir

Fyrst að menn er í þessum gírnum þá datt mér í hug að setja inn myndir af Vmaxinum mínum fyrir og eftir. Eldri myndirnar eru reyndar ekki alveg eins og hann var, ég er búinn að setja vatnskassahlífina á þarna. Nú eru næsta árs breytingar á teikniborðinu og stefnan er að gera hann enn betri.  Hermann #59












07.09.2011 22:27

CBX-inn Hjá Gunna #67

Gunni CBX maður sendi okkur nokkrar myndir af hjólinu sýnu,hann á nokkur tankasett á græjuna og hér eru myndir af hjólinu í þremur mismunandi útfærslum.
Þeir sem ekki þekkja hjólið, þá er þetta CBX-inn sem að Einar Sigþórs átti í gamla daga. Það er gaman að sjá hvað hjólið lítur flott út hjá Gunna, en hann er duglegur að bæta og breyta eins og sést á myndunum.




Hér er Einar á hjólinu fyrir ca. 30 árum

Nokkrar myndir í viðbót hér.  Takk fyrir myndirnar Gunni.

06.09.2011 21:50

Fyrir og eftir

Það er alltaf gaman að sjá hvað fólk er að brasa í skúrnum, margir eru að bæta og breyta eða jafnvel að taka hjólin alveg í gegn.
Það er alltaf gaman að skoða myndir af breytingar- (uppgerðar) ferli,þess vegna væri gaman að fá myndir af því sem þið eruð að gera í skúrnum,um að gera að senda myndir eða hafa samband og ég kem og tek myndir .

Hér koma nokkrar fyrir og eftir myndir:


Þessi mynd er tekin fyrir 1. ári síðan, þá var Fiddi Palli nýbúinn að festa kaup á þessum 750 Zephyr Kawa árg 1992. Fiddi duddaði aðeins í hjólinu síðastliðinn vetur og hér fyrir neðan er útkoman.

Eins og þið sjáið þá er Fiddi kominn í leðurgalla á neðri myndinni, já og hjólið er aðeins öðruvísi á litinn. Glæsileg græja hjá karlinum.

Hér er svo Tridentinn fyrrv. hans Bigga Jóns, sem að Óli Bruni breytti í café racer

Hér er hann notaður sem loftskraut á aðalfundi 2009

Þessi mynd er tekin á þessu ári Tridentinn orðinn reffilegur café racer, kemur bara nokkuð vel út.

Næst er það Fireblade 2008 sem ég sjálfur verslaði nýtt og á það enn í dag, ég hef breytt því smátt og smátt og geri það svolítið að mínu.

Hér er græjan ný í sept.2008

Hér er svo mynd sem ég smellti í vor, ýmislegt hefur breyst, og er það jú hluti af dellunni að pússa, sjæna og breyta.

Endilega sendið myndir af skúradundinu hjá ykkur ef þið hafið áhuga .
[email protected]

06.09.2011 11:18

Vel tekið til matarins.




Veisluþjónusta Einsa Kalda  sú er sá um matinn á aðalfundinum hafði samband við okkur og falaðist eftir að fá að nota þessa mynd í auglýsinga herferð fyrir fyrirtækið sitt, en við getum ekki leift það að svo stöddu þar sem við höfum ekki náð að bera kensl á vel soltna mannin á myndini þar sem diskurinn hylur andlit mannsins að mestu.
Svo við leitum nú til ykkar þekkið þið manninn? svo við getum haft samband við hann til að fá samþykki hans en hugmyndin er að myndin á að vera prentuð í stærðini 2 x 4 metrar og verður sett upp  í öllum helstu stórmörkuðum landsins til kynningar á góðum mat frá Einsa Kalda veisluþjónustu.
Hver er maðurinn ?

05.09.2011 18:52

Smá meira frá frábærum aðalfundi




Hér er hluti hópsins sem tók þátt í hópkeysluni um bæjinn en það voru á fjórða tug manna sem tók þátt í henni



Hér er svo stjórnin frá vinstri  Bjössi, Sæþór, Tryggvi, Darri, Viggi, Hermann en á myndina vantar Sigga Óla gjaldkera sem var á sjó.



Sigurjón Andersen virðir fyrir sér fána félagsins.



Þessir þrír eru flottir.



Og ekki eru þessir síður flottir þó Biggi sé á henni líka.



Það var nú aldeylis blíðan og setti allur þessi hjóla floti svip á bæjinn,enda hafa margir eyjamenn komið að máli við mig í dag og spurt hvaðan öll þessi hjól voru.



Þær voru flottar Ninijurnar 3 þótt þær séu orðnar 26 ára gamlar.



Altaf er hann Daddi jafn ánægður með hana Bryndísi.



Og fékk meira að segja að sitja aftan á hjá henni.



Hér eru Kennarinn og neminn í sugufræðum að loknu lokaprófi.



Hér er Viggi að falast eftir súp úr bjórnum hjá Gumma Páls.

04.09.2011 15:47

Aðalfundur 2011

 Þá er aðalfundurinn afstaðinn með öllu sem honum fylgir þ.e.a.s. hópakstri í sumarblíðu, stjórnarskiptum, áti, þambi og bulli, og allt fór vel fram. Lögreglan lét reyndar sjá sig einu sinni þegar farið var að líða á kvöldið og kvörtuðu laganna verðir yfir því að ekkert væri búið að kvarta yfir ólátum.
 Ný stjórn var kosin :
  • Formaður                                      Tryggvi Sigurðsson
  • Varaformaður                                (Gunnar) Darri Adólfsson
  • Gjaldkeri                                       Sigurður Óli Steingrímsson
  • Yfirsokkur norðureyju                   Hermann Haraldsson
  • Tæknistjóri vefsíðu                       Vignir Sigurðsson
  • Umsjón vefsíðu                             Sæþór Gunnarsson, Dr Björn Benediktsson,Tryggvi                                                     Sigurðsson og Hermann Haraldsson
                                                                       
Ýmislegt annað var rætt á fundinum s.s. umræður um merktan varning, boli, könnur, glös, ofl. Félagsgjöld voru hækkuð úr 3000kr. uppí 5000kr.
Einnig var ákveðið að græja almanak fyrir árið 2012, aðalfundur næsta árs verður í byrjun sumars,
og hugmyndir um lokahóf í lok sumars. Einnig komu upp hugmyndir um að festa stað og tíma einu sinni í viku hér á eyjunni yfir sumartímann þar sem þeir sem vilja geta hist spjallað og tekið hring saman. Þetta fór allt vel fram og allir skemmtu sér og borðuðu góðan mat saman. (Ég vil minna þá sem eiga eftir að borga matinn á að leggja inn 3000kr.á reikning Drullusokkanna, sjá reikn.nr. hér hægra megin.) Takk fyrir helgina ......

Hér eru svo nokkrar myndir frá helginni.

Byrjað var á að hittast við Skýlið kl.14

Biggi Jóns. og Óli


Þetta verður víst allt erfiðara með aldrinum

3.eins

Veðrið var frábært

Gunni kokkur hjá Einsa kalda sá til þess að enginn fór svangur heim.





 

02.09.2011 23:11

Smá upphitun fyrir fundin á morgun


það komu saman harður hópur drullusokka í skúrinn hjá mér og lá létt í manskapnum og hlakka menn bara til morgundagsins. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru nú áðan.







Hér er Hafnarfjarðararmurinn saman kominn



Hér er Víkurarmurinn



Hér er svo bjórstadífið enda hengdi Biggi bjórinn á stýrið þótt hann þori ekki að spyrna við hana á Nortoninum ég tók hann svo illa síðast



Hér eru svo tveir með fána síns félags. Við óskum ykkur svo góðs aðalfundar á morgun
Flettingar í dag: 677
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 372
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 787689
Samtals gestir: 55903
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 12:35:58