M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

17.05.2013 19:12

Honduheimar að verða klárir.


Nú fer að styttast í að Honduheimar það er dótakassinn minn verði tilbúinn en þarna er oft margt um manninn enda staðurinn í alfaraleið. Þarna er mikið spáð og spekúlerað einnig spjallað og drukkið kaffi (En þá bara kaffi ) og ekki má gleyma bullinu sem kemur út úr Jenna rauða sem léttir barasta lundina en Darri var eitthvað að tala um að Jenni væri skúffaður með stefniljósin á 500 Honduni sinni og saug út nýja stauta út úr Darra sem þó var búinn að lofa mér þeim svo maður er bara skúffaður líka. En nóg af masi, tók þessar myndir í dag.



Þessi gæti heitið Honda Four Ever.



Og þessi líka.



Það dugar ekkert minna undir þessar elskur annað en parket enda leka þær ekki dropa.





Verðum við ekki að hafa einn mótor með svona til að minna á að hann er öflugri en Norton.



Hér er eitt af plakötunum sem príða veggina en þeim á eftir að fjölga Það er að segja myndunum. En þarna er Hondu sagan öll í stórum dráttum allt  til ársins 1976.



Hér er gamli ásamt gestum sem voru á staðnum þegar myndatakan fór fram.

Flettingar í dag: 933
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 1437
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 789382
Samtals gestir: 55921
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:36:40