M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

30.04.2012 22:28

1.Maí..

Sniglar munu halda sína árlegu hópkeyrslu þann 1. maí næstkomandi eins og venja er. Safnast verður saman á Laugaveginum kl. 11:30 og lagt af stað kl. 12:30. Keyrslan endar svo við Kirkjusand þar sem tekið verður á móti hópnum með kaffi og með'ðí. Á planinu mun fara fram keppni í akstursleikni á vespum/skellinöðrum og eru verðlaun í boði fyrir færasta ökumanninn. Einnig verða veitt sérstök verðlaun fyrir þann sem er best gallaður með tilliti til öryggis. Sniglar hvetja allt vespu- og skellinöðrufólk á öllum aldri til að mæta og taka þátt í keyrslunni með okkur. Munið eftir klinkinu í Sniglabaukinn og að sjálfsögðu góða skapinu! Einnig viljum við biðja ykkur að taka sölumönnum Bláa naglans vel en þeir verða á svæðinu að safna fyrir nýjum línuhraðli sem notaður er við geislameðferð krabbameins. Sjáumst hress á 1. maí!

 

Sniglabúðin verður með "útibú" á svæðinu.

 

Akstursleið keyrslunnar er:

Lagt af stað frá Laugavegi - hjólað um Lækjargötu, Vonarstræti, Suðurgötu, Hringbraut, Ánanaust, Mýrargötu, Geirsgötu, Sæbraut, Kringlumýrarbraut, Borgartún og endað á Kirkjusandi.


Tekið af sniglar.is


Ef vel viðrar þá tökum við góðan hring hér á skerinu okkar.




Flettingar í dag: 568
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 875
Gestir í gær: 135
Samtals flettingar: 829800
Samtals gestir: 58155
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 12:55:11